Löng hefð fyrir söngsal

Söngsalir eru skemmtilegur hluti af skólastarfinu. Það að koma fram á sal á sér langa sögu í Borgarhólsskóla hvort sem er um nemendaskemmtanir að ræða eða til að syngja. Yngri nemendur skólans hafa undirbúið salarskemmtanir ásamt kennurum sínum hvort sem er lestur ljóða, söngur, leikþættir eða annað fleira skemmtilegt. Nemendur í tónlistarnámi hafa komið fram enda hæg heimatökin með Tónlistarskóla Húsavíkur hér innanhúss.

 

Söngsalir eru hluti af skólabragnum. Þá koma nemendur saman í sal skólans í ýmsum hópum og syngja. Nýlega var stofnað húsband sem tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Húsavíkur skipa og leika undir söng nemenda. Það gefur góða raun og vonandi orðinn fastur liður í salarskemmtunum. Hér má hlýða á yngri nemendur syngja brot úr laginu Lagið um það sem er bannað og þeir taka vel undir.


Athugasemdir