Markmið að lesa 100 bækur

Elísabet við bókastaflann
Elísabet við bókastaflann

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Umræða um lestur og lesskilning hefur verið mikil að undanförnu. Þá er gott að setja sér markmið um að hvað maður les, hversu mikið og hvernig.

Elísabet Ingvarsdóttir, nemandi í 5. bekk, setti sér skýrt markmið fyrir árið 2018. Að lesa hundrað bækur. Hugmyndin kviknaði þegar móðir hennar ætlaði sér að standast áskorun Amtbókasafnsins á Akureyri um að lesa 26 mismunandi bækur og vildi Elísabet toppa móður sína og lesa helmingi fleiri bækur sem urðu að endingu hundrað.

Nú er markmiðinu náð og rúmleg það. Elísabet hefur haldið bókhald yfir lesturinn. Hún hefur lokið við að lesa bækurnar hundrað sem gera 18.690 blaðsíður núna í lok nóvember. Við viljum hvetja Elísabetu að halda áfram að lesa og nemendur skólans sömuleiðis og setja sér markmið í lestrinum. Jafnframt er ástæða til að hvetja foreldra til að vera góðar fyrirmyndir, lesa sjálfir, fyrir börn sín og huga að lestrinum.


Athugasemdir