Mig langar til að kitla þig í tærnar...

Yngstu nemendum skólans var boðið á listviðburð í morgunsárið í Salnum. Sýningin Jazz hrekkur er á vegum List fyrir alla. En List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Í sýningunni er spriklandi ný jazz tónlist en lögin fjalla um fyrirbæri tengd hrekkjavöku; drauga, nornir, afturgöngur og kóngulær. Þetta er einstaklega viðeigandi á hátíð myrkursins. Sýningin var temmilega ógnvekjandi en mjög skemmtileg. HÉR má finna lögin úr sýningunni til að spila heima og syngja með. Gleðilega hrekkjavöku og hátíð myrkurs og við þökkum þessu góða listafólki kærlega fyrir komuna.

List fyrir öll í morgunsárið.