- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Verkefnið Lítil skref á leið til læsis sem er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla og Grænuvalla í samstarfi við sjúkraþjálfa hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin 2025. Að því tilefni bauð sveitarstjórn Norðurþings starfsfólki skólanna og samstarfsaðilum til móttöku í Sjóminjasafninu á Húsavík hvar boðið var upp á tónlist, léttar veitingar og ávörp.
Aðstandendur verkefnisins kynntu það, aðdraganda og tilgang. Fræðslufulltrúi og sveitarstjóri þökkuðu fyrir gott skólastarf og óskuðu starfsfólki skólanna til hamingju. Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sagði að þessu tilefni að ýmis mál koma upp hvar úrbóta væri þörf eins og í húsnæðismálum, morgunverði og fleira í þeim dúr en minna af málum er varða kjarna í leik- og grunnskólastarfi; námi, kennslu og þróun skólastarfs. Hann bætti við að þessi verðlaun eru uppörvun um að gera betur og viðhalda þeim árangri sem næst á hverjum degi.
Sveitarstjóri bar samkomunni góðar kveðjur frá Þórgunni skólastjóra sem gat ekki verið viðstödd. Hún sagði að verðlaunin væru staðfesting á góðu skólastarfi og að sveitarstjórn væri stolt af árangri skólann í þessu verkefni og hvatti til áframhaldandi góðrar vinnu. Starfsfólk Borgarhólsskóla þakka fyrir gott boð og brýningu til að halda á lofti góðu og öflugu skólastarfi.


|
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
