Næring í próteinstykki?

Viðfangsefni nemenda í níunda bekk í náttúrugreinum var næringarfræði í liðinni viku. Eitt af viðmiðum aðalnámskrár er að nemendur geti útskýrt hvernig einstaklingur geti stuðlað að eigin velferð með ábyrgri neyslu og hegðun. Næringarfræðin er liður í þeirri kennslu.

Nemendur fengu stutta kynningu á hlutverki próteins, fitu og kolvetna og áttu að rannsaka próteinstykki að því loknu. Slík stykki njóta almennt nokkurra vinsælda hjá unglingum. Nemendur skoðuðu vinsæl stykki, næringingarinnihald þeirra borið saman og þau smökkuð af fagmennsku.

Niðurstaðan var sú að stykkin frá Barebell, Fulfil og Pandy væru hollari en íslenski keppinautur þeirra frá Freyju; Kraftur próteinstykki. Einnig voru próteinstykkin borin saman við Kraft, Corny og Nãkd.

Í lok kennslustundar voru nemendur sammála um að fæða eins og kjöt, fiskur, egg, mjólkurvörur, kornvörur, baunir, hnetur og fræ ættu vera aðal próteingjafi okkar og að þessar fæðutegundir uppfylli próteinþörfinni. Próteinstykki væru til tilbreytingar. Hægt væri að líta á þau sem hollari kost en sælgæti.

 


Athugasemdir