Nemendur í starfamessu

Það er margt að sjá
Það er margt að sjá
Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar fór fram í annað sinn í dag í Háskólanum á Akureyri. Nemendur tíunda bekkjar skólans fóru saman í rútu í morgun til að taka þátt í messunni. Markmiðið er að grunnskólanemar kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi á Akureyri og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.

Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar fór fram í annað sinn í dag í Háskólanum á Akureyri. Nemendur tíunda bekkjar skólans fóru saman í rútu í morgun til að taka þátt í messunni. Markmiðið er að grunnskólanemar kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi á Akureyri og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.

Ferðin gekk vel og voru nemendur ánægðir með messuna. Það var margt fróðlegt að sjá; sjúkraflutningar, hjúkrun, líftækni, landbúnaður, skósmíði, störf í orku- og tæknigeira og svo margt fleira til sýnis. Að messu lokinni var farið í sund og borðað á Hamborgarafabrikkunni. Krakkarnir komu heim nú síðdegis.


Athugasemdir