Nemendur keppa á erlendri grundu

Þær Heiðdís Edda (t.v.) & Agnes Björk (t.h.)
Þær Heiðdís Edda (t.v.) & Agnes Björk (t.h.)

Þær Agnes Björk Ágústsdóttir í níunda bekk og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir í áttunda bekk stunda báðar blak með Völsungi. Nýlega voru þær valdar til þátttöku í yngri en 16 ára blaklandslið Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Færeyjum. Liðið varð í 6. sæti.

Það er mikil lífsreynsla fyrir unga einstaklinga að taka þátt í svona verkefni. Landsliðið keppti fjóra leiki en Norðurlöndin áttu þar landslið auk Írlands og Eistlands. Við hvetjum þær sem og alla aðra nemendur til dáða í sinni íþróttaiðkun.

Hér má sjá landslið Íslands í U-16 í blaki. Heiðdís er númer 3 og Agnes númer 11.


Athugasemdir