- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.
Um 40 skóla hringinn í kringum landið bjóða upp á skólahreysti sem hluta af skyldunámi og þannig er því fyrir komið í Borgarhólsskóla. Í gær fór fram Skólahreysti á Norðurlandi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þau Arnþór Illugi Gunnarsson, Einar Örn Elíasson, Guðný Helga Geirsdóttir og Karen Linda Sigmarsdóttir tóku þátt fyrir skólans hönd og enduðu í 5.- 6. sæti. Sömuleiðis voru tveir varamenn í liðinu þau Jón Helgi Brynjúlfsson og Regína Sólveig Guðmundsdóttir. Vösk sveit nemenda á unglingastigi fór til að horfa á keppnina, hvetja og styðja sitt lið. Þjálfari liðsins er Selmdís Þráinsdóttir, íþróttakennari.
Keppt er í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut. Lið Borgarhólsskóla skipaði að lokum fimmta til sjötta sæti af níu. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og voru skólanum sínum og samfélagi til sóma.
Skólahreysti er viðurkennt af og nýtur opinbers stuðnings menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, norrænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta & Ólympíusambands Íslands og sveitarfélaga.
Skólinn þakkar liðinu sínu fyrir góða keppni og óskum við hópnum til hamingju með árangurinn.
Arnþór Illugi sigraði í upphífingum og tók 35 stykki sem er ansi vel gert
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |