Nemendur kynntu sér framhaldsnám

Í vikunni fóru nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Nemendur fengu kynningu á skólunum og margt við félagslífið heillaði við Menntaskólann og iðn-, tækni- og verknám í Verkmenntaskólanum. Nemendur fengu að skoða heimavistina sem nemendur beggja framhaldsskólann hafa aðgang að.

Í hádeginu gæddu nemendur sér á pitsum, frönskum og laukhringjum á Greifanum. Dagurinn tókst ákaflega vel og vonandi fóru nemendur heim með fullt af spurningum og vangaveltum til að hugleiða framhaldið.

 


Athugasemdir