Nemendur plokka, flokka og tína rusl

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur þann 25. apríl ár hvert. Landsmenn voru hvattir til að fara út og plokka rusl síðastliðinn laugardag. Nemendur í öðrum bekk fóru í út að plokka, flokka og tína rusl í síðastliðinni viku. Þeir horfðu nýlega á Stundina okkar þar sem fjallað var m.a. um áhrif plasts í umhverfinu okkar. Á þessu skólaári var aukin áhersla á náttúrugreinar í öðrum bekk.

Í hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla – náttúrugreinar við lok fjórða bekkjar er fjallað um samspil manns og náttúru. Sömuleiðis að nemendur skoði og skrái dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð. Sérstaklega er kveðið á um að nemendur taki þátt í að skoða, greina og bæta umhverfi og náttúru og flokka úrgang.


Athugasemdir