Nemendur tíunda frumsýna Pitz Pörfekt

Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu söngleikinn Pitz Pörfekt í dag. Sem fyrr var leikstjórn í höndum Karenar Erludóttur en hún hefur tekið að sér leikstjórn hjá mörgum árgöngum skólans. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra vinnu og gott samstarf. Hún er fagmaður sem skila góðu starfi.

Verkið er innblásið af samnefndri kvikmynd sem fór sigurför um veröldina á sínum tíma. Verkið er hugljúft, stútfullt af gleði, dansi og a-capella tónlist. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og mikil tilhlökkun meðal nemenda. Nemendur æfa eftir skóla og dagskráin stundum ansi þétt. Vinna hefur þjappað hópnum saman sem skilar sér á sviðinu. Uppsetning á leikriti er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag árgangsins en er um leið æði mikið nám; að koma fram, skapa og túlka, stýra ljósum o.fl. Við hvetjum öll til að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu. Við erum reglulega stolt af þessari uppsetningu hjá krökkunum sem standa sig ákaflega vel og skólanum sínum til mikils sóma.

Miðaverð:

2000 kr. fyrir fullorðna

1000 kr. fyrir 16 ára og yngri

Miðapantanir í tölvupósti; 10bekkur2023@gmail.com


Athugasemdir