Ný vefsíða í loftið

Spennandi þróunarverkefni í lestri á Húsavík
Spennandi þróunarverkefni í lestri á Húsavík

Við höfum opnað nýja vefsíðu fyrir verkefnið Lítil skref á leið til læsis í samstarfi við Grænuvelli. Verkefnið er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla á Húsavík í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýst um að byggja brú milli skólastiga og styðja við læsisnám barna frá leikskóla yfir í grunnskóla. Núna hafa nýjir nemendur og foreldrar bæst í hópinn.

Áhersla er lögð á að efla tengsl heimilis og skóla og styðja um leið fjölskyldur í að taka virkan þátt í lestrinum. Næstkomandi mánudag er alþjóðadagur læsis og við skorum á öll; heima, í vinnunni, fyrirtæki og stofnanir eða frjálsum tíma að lesa í að minnsta kosti í korter og pósta því á samfélagsmiðla með myllumerkinu #lestrarmenning. Þannig tökum við lítið skref í bættri lestrarmenningu.

Sjá vefsvæði verkefnisins HÉR.