Óvissa um skólahald í morgun

Samkvæmt tilkynningu frá RARIK sem gefin var út í morgun má búast við rafmagnstruflunum í dag, fimmtudag. Rafmagn fór af Húsavík í morgun og var óstöðugt. Skólastjórnendur ákváðu að fella niður skólahald af þessum sökum. Það er síður léttvæg ákvörðun enda gæti rafmagn haldist inni í allan dag. Í því felst óvissan. Aðföng bárust ekki í skólann vegna ófærðar. Hluti skólans er alveg rafmagnslaus vegna bilunar. Símkerfi og internet liggur niðri.


Athugasemdir