Salarskemmtun hjá sjötta

Salur er skemmtun sem haldin í sal skólans. Nemendur í hverju árgangi eru með ýmis atriði á sal eins og upplestur, leikþætti og söng. Einnig eru sérstakir söngsalir. Nemendur bjóða fjölskyldu, sínum að koma, horfa og njóta. Markmið með salarskemmtun er meðal annars að örva samkennd, efla sjálfsmynd, glæða skapandi hugsun, gleðjast og fræðast.

Við náum þessum markmiðum með því að undirbúa nemendur fyrir salarskemmtun og gefa öllum tækifæri á þátttöku, þjálfa nemendur í að hlusta og sýna virðingu þeim sem koma fram, syngja saman og láta gesti finna að þeir séu velkomnir.

Nemendur sjötta bekkjar voru nýlega með salarskemmtun fyrir fullum sal. Samveran var hin besta skemmtun en nemendur sömdu leikrit með fallegum og skýrum boðskap; að hvert og eitt okkar má vera eins og það vill vera, við virðum það og kannski endum við öll í kjól? Við þökkum fjölskyldum nemenda fyrir komuna og nemendum fyrir góða skemmtun.

 


Athugasemdir