Samtal heimilis & skóla

Samtalið er mikilvægur þáttur í skólastarfi.
Samtalið er mikilvægur þáttur í skólastarfi.
Á hverju skólaári mæta foreldrar ásamt börnum sínum í foreldraviðtal. Hugmyndin að baki foreldraviðtölum er sú að foreldrar og kennari eru teymi sem vinnur að velferð barnsins. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru ómumdeild og foreldraviðtöl og hvers konar samráðsfundir eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna.

Á hverju skólaári mæta foreldrar ásamt börnum sínum í foreldraviðtal. Hugmyndin að baki foreldraviðtölum er sú að foreldrar og kennari eru teymi sem vinnur að velferð barnsins. Áhrif foreldra á nám og líðan barna eru ómumdeild og foreldraviðtöl og hvers konar samráðsfundir eiga að tryggja að allir foreldrar eigi hlutdeild í skólagöngu barna sinna.

Fyrr á þessu skólaári fóru fram foreldraviðtöl og athyglivert að skoða hvernig foreldrar mæta í slík viðtöl. Í rúmlega helming viðtala mætir móðir með barni sínu og í þriðjungi viðtala mæta báðir foreldrar með barni sínu. Í einu af hverju tíu viðtölum mætir faðir með barni sínu. Í einstaka viðtali mæta afar, ömmur eða systkini.


Athugasemdir