Skák og mát

Teflt af kappi
Teflt af kappi

Skák er bæði spennandi og skemmtileg. Hún er hugræn áskorun sem þjálfar hugann í að hugsa fyrirfram, áætla og leysa verkefni. Hún stuðlar að þroska sjálfstjórnar og sálræns þols. Skákin hefur félagsleg gildi þar sem keppt er við andstæðinginn með kunnáttu og reynslu, allt frá byrjanda til meistara.

Í samstarfi við skákfélagið Goðann og Norðurþing var nemendum á miðstigi boðið upp á námskeið í skák, læra mannganginn, helstu leiki og brögð. Félagar í Goðanum sáu um kennsluna og tefldu við nemendur. En nýlega gaf félagið skólanum vönduð taflborð og leikmenn til notkunar. Við vonum til að halda þessu góða samstarfi áfram og efla um leið skákina í skólanum.