Skemmtiskólaferð níunda bekkjar

Á leið niður Vestari-Jökulsá í Skagafirði
Á leið niður Vestari-Jökulsá í Skagafirði

Árlega hafa nemendur níunda bekkjar skólans farið í skólabúðir Ungmennafélags Íslands, áður að Laugum í Sælingsdal og síðustu ár við Laugarvatn. Nýlega var þeim búðum lokað vegna mygluvandamála og þurfti að fella þá ferð niður að þessu sinni. Kennarar og nemendur níunda bekkjar tóku málin í eigin hendur og skipulögðu ferð til að verja tíma saman, gleðjast og vinna saman.

Ekið var sem leið lág inn í Eyjafjörð og leikið sér í spilatækjasal. Að því loknu sporðrenndu nemendur nokkrum pitsasneiðum áður en ekið var vestur í Skagafjörð. Fyrsti léku nemendur sér í loftboltum og því næst undirbúningur í bátahúsinu á Bakkaflöt. Hópurinn klæddi sig upp á í blautbúning og síðan ekið að Goðdölum þar sem farið er út í Vestari Jökulsá. Flúðasiglingin tekur um eina og hálfa klukkustund. Kvöldmatur var snæddur í Varmahlíð áður en haldið var heim í Borgarhólsskóla þar sem nemendur gistu. Það var þó lítið um svefn enda boðið upp á kvikmyndaáhorf, nemendur úðuðu í sig snakki og spjölluðu saman. Að morgni næsta dags var boðið upp á dýrindis morgunverð á Fosshótel Húsavík. Ferðin og samveran var hin skemmtilegasta og við þökkum kennurum kærlega fyrir gott skipulag.


Athugasemdir