Skipulagsdagur á mánudaginn - No school on Monday

Næstkomandi mánudag verður skipulagsdagur í skólanum. Nemendur mæta ekki til vinnu þennan dag. Starfsfólk skólans mun nota daginn til að skipuleggja skólann fyrir skólastarf næstu vikur. Við vonum að þessi ákvörðun valdi sem minnstu raski á heimilum nemenda og þökkum fyrirfram tillitssemina. Í ljósi þess að samkomubann tekur gildi á mánudag biðjum við alla í skólasamfélaginu um að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum frá skólanum. Samkomubannið nær ekki til leik- og grunnskóla en við gerum ráð fyrir einhverjum breytingum á skólastarfinu á næstu vikum. Við vinnum í nánu sambandi við fræðsluyfirvöld og sveitarstjórn um fyrirkomulag skólastarfsins. 

Við hvetjum fólk til að fylgjast með tölvupóstinum sínum, heimasíðu skólans og facebook síðunni næstu daga. Auk þess að kynna sér vefsíðuna www.covid.is.

 


Athugasemdir