Skólablakmót á Akureyri

Skólablakmót á vegum Blaksambands Íslands var haldið á Akureyri í vikunni. Mótin eru haldin hringinn í kringum landið. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla.

Nemendur fjórða og fimmta bekkjar voru skráðir til leiks og fóru í rútuferð í Bogann á Akureyri. Úr varð hins skemmtilegasta ferð þar sem nemendur öttu kappi í blaki og léku sér saman.

 


Athugasemdir