Skólabúðir í Mývatnssveit

Upp á Hverfelli
Upp á Hverfelli
Nemendur sjöunda bekkjar bekkjar fóru nýlega í þriggja daga skólabúðir í Mývatnssveit. Þar voru þeir við leik og störf ásamt nemendum úr Grunnskóla Raufarhafnar og nemendum úr Reykjahlíðarskóla.

Nemendur sjöunda bekkjar bekkjar fóru nýlega í þriggja daga skólabúðir í Mývatnssveit.  Þar voru þeir við leik og störf ásamt nemendum úr Grunnskóla Raufarhafnar og nemendum úr Reykjahlíðarskóla.

Markmið með ferðinni var að flétta saman skemmtun og nám og styrkja tengsl við skólana í  nágrenninu.  Nemendur fengu m.a. að kynnast jarðfræðisögu Mývatns og skoða helstu kennileiti.  Nemendum var skipt í hópa og þurftu þeir að leysa ýmis verkefni saman.

Fyrsta daginn fengu nemendur m.a. kynningu í Kröfluvirkjun, skoðuðu Víti, fengu að vaða í Dallæk og enduðu svo í Jarðböðunum.

Annan daginn fóru nemendur og skoðuðu Grjótagjá, gengu upp á Hverfell og borðuðu svo nesti í Höfða. Dagurinn endaði svo á kvöldvöku og diskói.

Þriðji og síðasti dagurinn fór í frágang og uppgjör í hópavinnu áður en haldið var heim.

Ferðin gekk í allastaði mjög vel og voru nemendur til fyrirmyndar.


Athugasemdir