Skólabyrjun og skóladagatal

Borgarhólsskóli
Borgarhólsskóli
Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna til starfa á nýju skólaári. Sérstaklega bjóðum við nýja nemendur og foreldra velkomna í Borgarhólsskóla. Skólinn hefst með setningu miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að athöfnin fari fram fyrir framan skólann að vestanverðu. Kennsla hefst fimmtudaginn 23. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna til starfa á nýju skólaári. Sérstaklega bjóðum við nýja nemendur og foreldra velkomna í Borgarhólsskóla. Skólinn hefst með setningu miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að athöfnin fari fram fyrir framan skólann að vestanverðu. Kennsla hefst fimmtudaginn 23. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Frístund hefst sömuleiðis fimmtudaginn 23. ágúst en á skólasetningardegi býðst foreldrum og nemendum fyrsta til fjórða bekkjar að heimsækja Frístund milli klukkan fjórtán og fimmtán.

Á skólasetningu fá nemendur nauðsynlegar upplýsingar en gert er ráð fyrir að þeir mæti á setninguna. Foreldrar geta skráð börn sín í mat en mötuneyti hefst einnig á fyrsta skóladegi. Nemendur fyrsta bekkjar hefja skólaárið á samtali heimilis og skóla.

Líkt og á fyrra skólaári er gert ráð fyrir nemendur fái námsgögn til afnota. Hinsvegar fá nemendur í fjórða til tíunda bekk gögn afhent og bera ábyrgð á þeim.

HÉR má finna skóladagatal skólaársins.


Athugasemdir