Skólahald eftir páska - School after Easter

Ný reglugerð um skólahald gildir til 15. apríl næstkomandi. Nemendur grunnskóla eru undanþegnir bæði grímuskyldu og nálægðartakmörkunum. Hámarksfjöldi í rými er 50 en heimilt að gera undantekningar í sameiginlegum rýmum s.s. í anddyri og mötuneyti.

Starfsfólk skal virða 2 metra regluna eða notast við grímu sé það ekki unnt. Tuttugu starfsmenn mega vera í sama rými. Bæði nemendum og starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa og rýma í skólanum. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.

Í raun er ekki um breytingu að ræða fyrir nemendur og því verður skólahald með þeim hætti sem frá var horfið fyrir páska. Það er hinsvegar afar brýnt að huga að persónulegum sóttvörnum; þvo hendur reglulega og spritta og virða nálægðartakmörk almennt. Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað.


Athugasemdir