Skólakynningar og innritun í framhaldsnám

Nemendur tíunda bekkjar ljúka senn skyldunámi. Að því tilefni hafa þeir fengið kynningu á hverskonar framhaldsnámi kjósi þeir að halda áfram námi. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að hver og einn velji það nám sem honum hentar. Námsráðgjafi hefur stutt nemendur og veitt þeim aðstoð. Nýlega fengu nemendur afhentan veflykil sem þeir nota til að skrá sig í framhaldsnám.

Nemendur fóru í heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík og fengu kynningu á skólanum, námsframboði og félagslífi. Sömuleiðis komu fulltrúar Framhaldsskólans á Laugum í heimsókn til okkar. Þá kynntu bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri starfsemi sína í gegnum fjarfund. Í venjulegu árferði hefðum við farið í skólakynningu þangað en þeirri ferð var frestað.

 

Á vef Menntamálastofnunar má finna nánari upplýsingar eins og lista yfir skóla, gagnlega tengla og fleira kynningarefni auk dagsetningar innritunar.


Athugasemdir