Skólalok skólaársins

Skólaárinu 2022-2023 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hverskonar uppbroti. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri ræddi við nemendur á sal og hvatti krakkana til dáða, það eru alltaf tækifæri til bætingar í öllu. Að því loknu voru sungin nokkur lög. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.

Þórgunnur ræddi um áskoranir sem nemendur standa frammi fyrir á hverjum degi, stórar sem smáar. Hver og einn einstaklingur hefur vaxið, dafnað og þroskast. Dagurinn í dag er ekki aðeins til rýna í liðinn tíma heldur líka að horfa fram á veginn. Þórgunnur ræddi um opinn hug og hugrökk hjörtu og hvatti nemendur til að prófa nýja hluti, taka áhættu og fara út fyrir þægindarammann. Til þess hafa nemendur stuðning starfsfólks, fjölskyldu og vina.

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hamingjuríkra daga.


Athugasemdir