Skólasamkoma í Ljósuklettum

Tímon og Pumba í ríki ljónanna
Tímon og Pumba í ríki ljónanna
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.

Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.

Nemendur fyrsta bekkjar fluttu solfakerfið, lag þar sem sungið er um hvern hljóm tónstigans eftir Hólmfríði Ben. Auk þess að syngja Do, re, mí við góðar undirtektir. Nemendur í þriðja bekk dönsuðu kúrekadans og nemendur í fimmta bekk spiluðu á marimba. Stærsta atriðið á samkomunni venju samkvæmt er leikrit sjöunda bekkjar.

Nemendur settu upp Konung ljónanna úr smiðju Walt Disney í leikstjórn Ástu Magnúsdóttur. Nemendur úr öðrum bekkjum sáu um skreytingar þegar gengið er inn í salinn, ríki ljónanna. Verkgreinakennarar höfðu veg og vanda að búningum og leikmynd. Nemendur hafa verið að æfa verkið undanfarnar vikur með aðstoð frá kennurum og foreldrum. Nemendur sáu sjálfir um ljós og hljóð með aðstoð frá eldri nemendum.

Hver og einn, í hvaða atriði sem er sigrar sjálfan sig með því að koma, syngja, dansa og leika. Þess vegna er mikilvægt að halda í þessa hefð.

Fleiri myndir má skoða með því að smella á myndina hér að neðan.


Athugasemdir