Skortur er móðir hagfræðinnar

Nemendur í tíunda bekk voru að læra um hagfræði á dögunum í þjóðfélagsfræði. Þeir áttu að skila verkefni um viðfangsefnið og höfðu val um hvernig því væri skilað. Þær Dagbjört Lilja Daníelsdóttir og Guðrún Þóra Geirsdóttir gerðu stuttan spurningaþátt sem nefnist Spurt og svarað með Döbbu Danna.

Þar fjalla þær stuttlega um ýmis hugtök og velta hagfræðinni fyrir sér. Uppruna orðsins og greinarinnar. Þær fjalla um bæði rekstrar- og þjóðhagfræði. Hæfniviðmið sem unnið er með eru m.a.:

  • rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni,
  • gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun,
  • greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum
  • og komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra.

 

Hér má sjá þáttinn þeirra.


Athugasemdir