Skráning í Frístund

Með breytingu á lögum frá 2008 var skólastarf og frístundastarf samþætt m.a. með því að starfrækja frístundaheimili (lengri viðvera) fyrir yngri nemendur grunnskóla. Öllum grunnskólanemendum skal gefinn kostur á að taka þátt í frístunda- og félagsstarfi þar sem tekið er mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins. Með frístunda- og félagsstarfi í lögum þessum er annars vegar átt við starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla og hins vegar félagsstarf fyrir alla árganga grunnskólans.

Búið er að opna fyrir skráningu í Frístund – Borgarhólsskóla, sjá HÉR. Forstöðumaður Frístundar er Kristinn Lúðvíksson. Frekari upplýsingar, s.s. símanúmer, netföng og starfsdagatal má sjá HÉR.

Frístund hefst næstkomandi mánudag kl. 13:00. 

 


Athugasemdir