Staðan í Svakalegu lestrarkeppninni

Undanfarin haust hafa skólar hafið lestrarátök sem tengist gjarnan fyrsta lesfimiprófinu sem allir nemendur á landsvísu þreyta. Skólinn tekur nú þátt í lestrarkeppni grunnskólanna sem er ætlað nemendum fyrsta til sjöunda bekkjar og stendur yfir frá fimmtánda september og fimmtánda október. Keppnin ber nafni Svakalega lestrarkeppnin.

Keppnin gengur út að safna mínútum með skráningu á tíma sem nemandi ver við lestur. Heildarmínútufjöldi skólans eftir þessar fjórar vikur verður svo sendur inn í keppnina. Mínútufjölda skólans verður svo deilt í heildarfjölda nemenda í skólanum. Það er gert til þess að minni skólar eigi jafn mikla möguleika á að vinna og stærri skólarnir. Skólinn sem les flestar mínútur sigrar keppnina og hreppir titilinn Svakalegasti lestrarskóli landsins. Auk þess fær sá skóli sem les mest í sínum landshluta sérstaka viðurkenningu. Niðurstaðan liggur fyrir á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember.

Fyrstu vikuna lásu nemendur í 3050 mínútur samtals, 1013 í skólanum og 2037 heima við. Að meðaltali las hver nemandi í um fimmtán mínútur þessa fyrstu vikuna. Við skorum á nemendur og heimili til að bæta í og lesa meira.