Stúlkur og tækni

Hópurinn við Háskólann á Akureyri
Hópurinn við Háskólann á Akureyri
Háskólinn í Reykjavík hóf verkefni sem tengist því að fá konur til náms og starfa í tæknigeiranum. Liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Í því felst að bjóða stúlkum í níunda bekk grunnskóla á kynningu í háskólanum og í tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Ský og Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar að verkefninu sem er alþjóðlegt.

Háskólinn í Reykjavík hóf verkefni sem tengist því að fá konur til náms og starfa í tæknigeiranum. Liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Í því felst að bjóða stúlkum í níunda bekk grunnskóla á kynningu í háskólanum og í tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Ský og Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar að verkefninu sem er alþjóðlegt.

Stúlkum í níunda bekk Borgarhólsskóla var boðið á kynningu í Háskólann á Akureyri og tæknifyrirtæki þar. Verkefni hefur teygt anga sína þangað. Stúlkurnar fara í vinnusmiðjur þar sem viðfangsefnin eru af ólíkum toga; kynnast forritum og gerð vefsíðu með tungumálum vefhönnunar, HTML og CSS, uppbyggingu tölvuleikja, þrívíddarprentun líffæra og brotaþoli beina.

Þegar vinnustofum lauk fóru stúlkurnar í heimsóknir þar sem gefin er innsýn í starfsemi ýmissa fyrirtækja og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi. Konur sem starfa hjá fyrirtækjunum deila reynslu sinni.

Ferðin heppnaðist afar vel og voru stúlkurnar ánægðar með ferðina.


Athugasemdir