Þakkir frá nemendum

Nemendur í sjötta bekk útbjuggu þakkaspjöld til að dreifa í samfélaginu. Starfsfólk Nettó, heilsugæslunnar, Hvamms, Grænuvalla, Borgarhólsskóla og á fleiri stöðum fékk hlýjar kveðjur og hvatningarorð á tímum Covid-19 sem hefur sannarlega sett svip sinn á allt samfélagið.

Nemendur afhentu spjöldin úti í samfélaginu sem vakti ánægju og hjartnæma gleði. Það er mikilvægt að draga fram kærleika og bros og virkja það jákvæða sem veiran virðist draga fram.

Unnsteinn Ingi Júlíusson, yfirlæknir á heilsugæslunni var kampakátur með þakkirnar.

Stjórnendur Borgarhólsskóla sömuleiðis.

Hér má sjá þakkir sem starfsfólk Hvamms voru afhentar.

 


Athugasemdir