Tíundi bekkur og tískan – på dansk

Nemendur í tíunda bekk voru fyrir skemmstu að vinna verkefni í dönsku um tísku. Unnið var með orðaforða í tengslum við föt og fylgihluti. Lokaverkefni, sem var hópverkefni, var myndband þar sem hópar gerðu tískusýningu. Að sjálfsögðu allt á dönsku.

Eitt af hæfniviðmiðum í dönsku er að nemandi geti tjáð sig skipulega um bæði undirbúin og óundirbúin verkefni. Það má sjá sýnishorn á vinnu nokkurra nemenda með því að smella á myndina hér að neðan.

 


Athugasemdir