Upplýsingar um hagi ungs fólks aftur í tímann til dagsins í dag

Niðurstöður varðandi lestur hjá 5. - 7. bekk
Niðurstöður varðandi lestur hjá 5. - 7. bekk
Hagir ungs fólks á Íslandi hafa reglulega verið rannsakaðir með markvissum hætti síðan árið 1992. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining (R&G) sem stendur fyrir verkefninu sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og erlendis. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu rannsóknarferli.

Hagir ungs fólks á Íslandi hafa reglulega verið rannsakaðir með markvissum hætti síðan árið 1992. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir & greining (R&G) sem stendur fyrir verkefninu sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og erlendis. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu rannsóknarferli.

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið nýttar á vettvangi meðal fólks sem starfar með börnum og unglingum, í forvarnavinnu, meðal stefnumótunaraðila og stjórnmálamanna. Eins hafa gögnin nýst meðal vísindamanna víða um heim við skrif og birtingar á tugum vísindagreina. Nemendur í fimmta til sjöunda bekk annarsvegar og áttunda til tíunda bekk hins vegar taka þátt í verkefninu. Hvatinn að verkefninu var vímuefnanotkun ungs fólks. Það er óhætt að segja að dregið hefur verulega úr vímuefnanotkun ungs fólks frá þeim tíma þegar mælingar hófust.

Nemendur áttunda til tíunda bekkjar tóku þátt í verkefninu í vikunni. Nemendur fá spurningalista með hvers konar spurningum um eigin hag og fjölskyldu sinnar sem byggja á að taka afstöðu og staðreyndum. Nemendur eru beðnir um að svara af heilindum þannig að niðurstöðurnar verði sem áreiðanlegastar. Spurningalistarnir eru nafnlausir og ekki hægt að rekja svör nemenda.

Hér er dæmi um niðurstöðu;

Hér má sjá dæmi um spurningar;


Athugasemdir