Útlán á bókasafni frá janúar til mars

Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.

 

Á safninu árið 2019 voru 9095 eintök; 8930 bækur, 77 spil og svo annað. Margt af þessu eru uppflettibækur og krefjast ekki mikillar dýptar í lestri. Yndislestur byrjar alltaf heima og mikilvægt að rýna í þessar tölur. Það dró talsvert úr útlánum á bókum eftir því sem nemendur eldast en hefur nú orðið breyting á því. Á fjórum árum hefur útlánum fækkað hjá nemendum í fyrsta til og með sjöunda bekk en fjölgað lítillega hjá unglingunum á síðasta ári. Um er að ræða tímabilið 4. janúar til og 31. mars ár hvert. Það verður að hafa í huga fjarveru nemenda í upphafi árs vegna veikinda og takmarkana vegna Covid-19 í lok tímabilsins.

Sjá nánar á skýringarmynd að neðan.


Athugasemdir