Útlán á skólabókasafni

Eins og á öðrum bókasöfnum er haldin góð skrá yfir útlán á bókum. Skólabókasafnið okkar í Borgarhólsskóla er þar engin undantekning. Sömuleiðis er haldin skrá yfir útlán á spilum. Safnið er vel bókum búið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta lesturs.

Á safninu árið 2017 voru 9095 eintök; 8930 bækur, 77 spil og svo annað. Samkvæmt gögnum frá skólabókasöfnum á landinu eru Dagbækur Kidda klaufa og Syrpur (Andrésar Andar myndasögur) vinsælast efnið til útláns. Hjá okkur er Syrpa vinsælust með 430 útlán og í öðru sæti eru heimsmetabók Guinnes með 59 útlán og Dagbækur Kidda klaufa í því þriðja og fjórða með 76 útlán samtals. Þar á eftir koma bækurnar, Hvar er Valli, Heyrðu Jónsi, Hættulegustu dýrin, Binna B. Bjarna. Skröksögur og Gæsahúð.

Margt af þessu eru uppflettibækur og krefjast ekki mikillar dýptar í lestri. Yndislestur byrjar alltaf heima og mikilvægt að rýna í þessar tölur. Það dregur talsvert úr útlánum á bókum eftir því sem nemendur eldast. Á þremur árum hefur útlánum fækkað hjá yngri nemendum en fjölgað lítillega hjá þeim eldri. Jafnframt fækkar útlánum meðal starfsfólks. Sjá nánar á skýringarmynd að neðan.

 


Athugasemdir