Útskrift nemenda

Útskrifaðir nemendur að lokinni tíu ára grunnskólagöngu.
Útskrifaðir nemendur að lokinni tíu ára grunnskólagöngu.

Nemendur tíunda bekkjar skólans mættu á útskrift sem fram fór í dag. En skólaslit voru með óhefðbundnum hætti í gær. Alls útskrifast 21 nemandi frá skólanum sem er nokkuð minni hópur en undanfarin ár.

Nemendur mættu í sínu fínasta pússi enda þeirra síðasti skóladagur á tíu ára skólagöngu. Nemendur tóku við vitnisburðarskírteinum sínum og fengu rós að gjöf frá skólanum. Skólastjóri flutti ræðu með vísan í hópinn. Aþena Marey Ingimarsdóttir, Dagbjört Lilja Daníelsdóttir og Inga Lilja Snorradóttir fluttu stutt ávarp og rifjuðu upp veru sína í skólanum. Hafdís Inga Kristjánsdóttir og Aþena Marey sungu lag við undirleik Friðriku Bóel Ödudóttur. Guðrún Þóra Geirsdóttir hlaut viðurkenningu við góðan námsárangur í dönsku frá danska sendiráðinu. Birgitta Svavarsdóttir færði skólanum þakklætisvott fyrir hönd foreldra auk þess sem Harpa Ásgeirsdóttir fékk glaðning frá nemendum.

Starfsfólk Borgarhólsskóla þakkar nemendum bekkjar samfylgdina liðin ár og óskar þeim velfarnaðar.


Athugasemdir