Veðurblíða og útivera

...og hann féll í höfnina eftir bylmingshögg.
...og hann féll í höfnina eftir bylmingshögg.

Síðastliðna daga hefur verið mikil veðurblíða á Húsavík, sól og hlý gola. Nemendur hafa notað dagana til útiveru og leikja með starfsfólki. Við settum upp vatnsrennibraut við sundlaugina í samvinnu við Slökkvilið Norðurþings. Krakkarnir fengu að ylja sér og leika í sundlauginni og við þökkum starfsfólki þar kærlega fyrir liðlegheitin. Unglingarnir fóru í belgjaslag í anda sjómannadags og hoppuðu í sjóinn við Húsavíkurhöfn í samstarfi við björgunarsveitina Garðar. GPG bauð nemendum upp á heit böð í körum sem við þökkum fyrir. Við leyfum myndunum að tala sínu máli, sjá myndir HÉR sem hirðljósmyndari skólans tók.


Athugasemdir