Við viljum teygjur

Hér má sjá bréf nemenda til stjórnenda
Hér má sjá bréf nemenda til stjórnenda

Það er ýmislegt sem skólinn gerir til að nám og dvöl nemenda verði sem þægilegust í skólanum. Undanfarin ár er búið að skipta út gömlum borðum og stólum og því verkefni er ekki lokið. Búið er að fjárfesta í mörgum spjaldtölvum til að auka fjölbreytni.

Nemendur í fyrsta bekk sendu stjórnendum skólans bréf þar sem þeir óskuðu eftir því að fá teygjur til að setja á borðin sín. En teygjurnar virka sem fótskemill þegar setið er við vinnu þannig að nemandi eiri betur við iðju sína. Eins og fram kemur í erindi nemenda þá geta teygjurnar stuðlað að betri einbeitingu. Nemendur undirrituðu erindi sitt og afhentu skólastjóra bréfið.


Athugasemdir