Viðbragðsáætlun og samtal við börnin

Uppfærða áætlun vegna heimsfaraldurs má finna á heimasíðu skólans
Uppfærða áætlun vegna heimsfaraldurs má finna á heimasíðu skólans

Viðbragðsáætlun skólans vegna heimsfaraldurs hefur verið uppfærð miðað við það almannavarnarástand sem nú gildir í landinu. Foreldrar fengu póst í dag vegna málsins. Áætlunina má sjá HÉR. Auk þess bendum við á viðbragðsáætlun almannavarna vegna sama máls sem má finna HÉR.

Skólinn hefur gripið til nokkurra ráðstafana sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Fræðsla er mikilvæg og sérstaklega fyrir börnin. Það er hlutverk skólans samkvæmt áætlun að halda skólastarfi úti eins lengi og unnt er. Þá teljum við afar brýnt að ræða við börnin. Landlæknir hefur gefið út upplýsingar fyrir börn og ungmenni sem foreldrar geta notað til stuðnings þegar samtal fer fram, sjá HÉR. Það er mikilvægt að spyrja spurninga og kanna hvort að ástandið sem nú ríkir hafi áhrif og taka umræðuna með skynsemi og yfirvegun.


Athugasemdir