Kannski forseti í framtíðinni?

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði níræðisafmæli sínu í gær. Nemendur sjötta bekkjar lærðu um ævi hennar og störf að þessu tilefni og voru mjög áhugasamir. Það sköpuðust miklar og góðar umræður um jafnréttismál og stöðu kvenna á Jörðinni. Nemendur fjölluðu um hvað hefur áunnist í gegnum árin, hvar við stöndum sem samfélag í dag og hvert við stefnum til að stuðla að enn meiri jöfnuði fyrir alla.

Nemendur dagsins í dag standa nemendum fortíðar eðlilega framar í hugsun þegar kemur að jafnréttismálum. Það sem eldri einstaklingar telja áunnin réttindi genginna kynslóða finnst nemendum gjarnan sjálfsagt mál og eðlilegt. Engu að síður var baráttuhugur í nemendum að sækja enn lengra í átt að betri veröld fyrir alla. Hver veit nema að í okkar hópi leynist framtíðar forseti íslenska lýðveldisins? Nemendur skrifuðu árnaðaróskir til Vigdísar sem og áhugaverðar staðreyndir um störf hennar. Gangurinn og gluggar voru síðan skreytt með verkefnum um Vigdísi.

Sjá myndir af verkefnavinnunni.


Athugasemdir