Vinahálsmen

Nemendur fimmta bekkjar með vinahálsmenin
Nemendur fimmta bekkjar með vinahálsmenin

Heimspekingurinn Aristóteles taldi að einhugur og sameiginlegt gildismat væri forsenda vináttunnar og raunar undirstaða réttláts samfélags því „vinátta virðist halda saman borgríkjum“. Fornmenn skildu reyndar vináttuhugtakið í mun víðara skilningi en við gerum. Aftur á móti taldi heimspekingurinn Epikúros að vinátta væri á endanum ánægjuvinátta af því að hún byggði á ánægjunni sem af henni hlytist.

Þrjár stúlkur í fimmta bekk ákváðu að vera vinahálsmenn handa öllum samnemendum sínum í bekknum. „Okkur fannst þetta góð hugmynd og búa til góðar minningar“ sögðu þær þegar við ræddum við þær um málið. En hver og einn nemandi er með eitt men sem er púsl sem er hluti af stærri heild. Stúlkurnar unnu menin í smíðatíma. Menin eru í mörgum litum og „núna vita allir að við erum vinir“ bættu þær við.

F.v. þær Naomi Elín Fletcher, Lovísa Ósk Karolínudóttir og Sigrún Lillý Arnórsdóttir.


Athugasemdir