Virðum eigur annarra

Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr. Eitt slíkt atvik hefur þegar komið upp.

Kennarar ræddu þessi mál við nemendur í morgun. Tölvupóstur verður sendur á hvert heimili vegna þessa. Við viljum að nemendur geti mætt á hjólum og öðrum rennireiðum og upplifað öryggi á ferðum sínum til og frá skóla.


Athugasemdir