Yfirlýsing frá Assessment Systems

Merki Assessment Systems
Merki Assessment Systems
Eftirfarandi yfirlýsing barst frá þjónustuaðila samræmduprófanna, Assessment Systems sem sáu um framkvæmd prófanna. Forráðamönnum Assessment Systems þykir afskaplega leitt að framkvæmd prófa skuli hafa raskast með þeim hætti sem raun er á. Við biðjum Menntamálastofnun og nemendur á Íslandi afsökunar á að hafa brugðist trúnaði þeirra og á þeim vandkvæðum sem þetta hefur valdið.

Eftirfarandi yfirlýsing barst frá þjónustuaðila samræmduprófanna, Assessment Systems sem sáu um framkvæmd prófanna.

Forráðamönnum Assessment Systems þykir afskaplega leitt að framkvæmd prófa skuli hafa raskast með þeim hætti sem raun er á. Við biðjum Menntamálastofnun og nemendur á Íslandi afsökunar á að hafa brugðist trúnaði þeirra og á þeim vandkvæðum sem þetta hefur valdið. Í prófum sem hófust samkvæmt áætlun 9. mars 2018 kom óvænt villa upp í gagnagrunni okkar í Evrópu.

Tæknimenn okkar voru að störfum og tiltækir meðan á prófunum stóð en gátu því miður ekki komið lagfæringum við nægilega fljótt og margir nemendanna urðu því að hverfa frá prófi. Komið hefur í ljós að vandann má rekja til skjámyndar sem notuð er til auðkennisstaðfestingar og var tekin upp á þessu ári.

Við vinnum nú að því að leysa úr þessum vandamálum í mjög nánu samstarfi við Menntamálastofnun. Við biðjum afsökunar alla þá nemendur og kennara sem urðu fyrir barðinu á þessum truflunum í prófakerfinu. Nýjum skrefum verður bætt við starfsferla okkar til þess að tryggja að þetta gerist ekki aftur.


Athugasemdir