Aðalfundur foreldrafélags skólans

Sterkustu bandamenn skóla eru foreldrar. Aðalfundur foreldrafélags skólans fór fram í gær. Stjórn félagins kynnti starfsemi þess, rætt var um leiðir til að efla foreldrasamfélagið og leiðir til að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Foreldrar fengu kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið voru umræður um þær.

Skipað var í nýja stjórn félagsins en þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Helena Ósk Ævarsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram. Ný í stjórn eru þau Guðmundur Friðbjarnarson og Hildur Eva Guðmundsdóttir. Auk þeirra skipa þau stjórn, Berglind Júlíusdóttir, Hrefna Regína Gunnarsdóttir, Kristinn Jóhann Lund og Rakel Dögg Hafliðadóttir. Stjórn skiptir með sér verkum og sömuleiðis skipar hún í skólaráð skólans. Farið var yfir reikninga félagsins og þeir samþykktir. Rætt um hvernig efla megi starfsemi félagsins, sérstaklega meðal nýrra foreldra. Þau sem vilja koma ábendingum á framfæri er bent á tölvupóst félagsins, foreldrafelag(hjá)borgarholsskoli.is og facebook-síðu félagsins HÉR.


Athugasemdir