Ný stjórn foreldrafélags skólans

Á aðalfundi foreldrafélags skólans var kjörin ný stjórn. Hún hefur skipt með sér verkum og er þannig skipuð að Guðmundur Friðbjarnarson er formaður, Hildur Eva Guðmundsdóttir, varaformaður, Kristinn Jóhann Lund, gjaldkeri, Rakel Dögg Hafliðadóttir, ritari og Berglind Júlíusdóttir og Hrefna Regína Gunnarsdóttir með stjórnendur.

Skólinn hlakkar til samstarfsins og vonar að starf félagsins verði árangursríkt. Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnun þess og að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

  • Að styðja við skólastarfið
  • Stuðla að velferð nemenda skólans
  • Efla tengsl heimilis og skóla
  • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
  • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Hægt er að senda póst á félagið með ábendingum og fyrirspurnum á foreldrafelag(hjá)borgarholsskoli.is.


Athugasemdir