Þakklát fyrir nútímann en kynnast gömlu dögunum

Nýlega fóru nemendur annars bekkjar í heimsókn í Safnahúsið. Unnið er með bókina Helgi skoða heiminn þar sem samfélagsgreinar og Byrjendalæsi er samþætt. Markmiðið er er að nemendur átti sig á íslensku samfélagi nú og í gamla daga og efli eigin orðaforða. Þau fengu að skoða allskonar gamla muni sem vöktu athygli og spurningar.

Í tenglsum við þetta fóru nemendur í þakklætishring og ræddu um það sem þau eru þakklát fyrir í dag sem var ekki til í gamla daga líkt og bíla, tölvur rafmagnið og síma svo eitthvað sé nefnt.