22.10.2019			
	
		Það er mikilvægt að skapa nemendum jákvætt og þægilegt námsumhverfi. Nemendur í Námsveri í teymi átta, níu og tíu tóku sig til undir handleiðslu starfsfólks skólans og sköpuðu sitt eigið námsumhverfi. Það þurfi að ákveða litinn, undirbúa framkvæmdina, gera við skemmdir, pússa og síðan mála.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					14.10.2019			
	
		Nemendur í sjöunda, áttunda og níunda bekk taka þátt í BEBRAS-áskoruninni sem er framkvæmd í upplýsingatæknikennslustundum um miðjan nóvember næstkomandi. Áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmitleg verkefni.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					11.10.2019			
	
		Uppeldisstefna skólans er Jákvæður agi. Grunnskólum er ætlað að tileinka sér og hafa uppeldisstefnu. Starfsfólk hefur farið á mörg námskeið bæði hérlendis og erlendis. Síðan árið 2013 hefur Jákvæður agi haft mikil áhrif á skólastarfið, s.s. bekkjarfundir, aukin áherlsa á samtal með virðingu og festu og lausnahjólið.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					11.10.2019			
	
		Einn liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag sjöunda bekkjar er að halda diskótek. Nýlega héldu nemendur bekkjarins diskótek en nemendur sjöunda bekkjar fara í skólabúðir í Mývatnssveit. Diskótek eiga sér langa sögu í Borgarhólsskóla en umsjónarkennarar hafa veg og vanda að skipulagningu í samstarfi við foreldra.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					02.10.2019			
	
		Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 43% tilfella, saman mæta foreldrar í 45% tilfella og í 11% viðtala mæta feður einir.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					01.10.2019			
	
		Skólinn er þátttakandi í verkefninu Göngum í skólann. Nemendur hafa verið að vinna að því að merkja helstu gönguleiðir um Húsavík sem leiða að Borgarhólsskóla. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, hlaupahjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					27.09.2019			
	
		Gleðilega hátíð en nemendur tíunda bekkjar frumsýndu síðla dags verkið Sorrý ég svaf hjá systur þinni. Höfundar verksins eru þeir Freyr Árnason, Hermann Óli Davíðsson og Arnar Dan Kristjánsson. Karen Erludóttir leikstýrði verkinu.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					26.09.2019			
	
		Landnám Íslands hefur sterka tengingu við Húsavík. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að rannsaka og læra um landnám Íslands. Þar er lögð áhersla á Húsavík, hinn sænska Garðar Svavarsson og þrælinn hans, Náttfara.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					23.09.2019			
	
		Lús hefur nú greinst innan allra árganga í skólanum. Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Búið er að senda leiðbeiningarbækling á nokkrum tungumálum á hvert heimili.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					20.09.2019			
	
		Nemendur sjöunda bekkjar þreyttu samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í gær og dag. Prófin eru venju samkvæmt tekin í spjaldtölvu. Fyrirlögn gekk reglulega vel. Nemendur mættu jákvæðir og afslappaðir til leiks og gerðu sitt besta.
Lesa meira