Fréttir

Sigurvegari í getraun á Verkstæðisdegi

Hvað voru duplo kubbarnir margir? Nemendur, gestir og gangandi gátu giskað á fjölda duplo-kubba í glærum sívalning sem stóð á starfsmannagangi skólans í tilefni dagsins. Fyrir rétta ágiskun eða sem næst réttu svari var hægt að vinna lambalæri frá Viðbót ehf.
Lesa meira

Laus störf við skólann

Skólinn auglýsir tvö laus störf til umsóknar. Annarsvegar matráður og hinsvegar starfmaður í mötuneyti. Allar upplýsingar koma fram á meðfylgjandi auglýsingu (smella á mynd til að stækka) og nánari upplýsingar veitir skólastjóri.
Lesa meira

Markmið að lesa 100 bækur

Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Umræða um lestur og lesskilning hefur verið mikil að undanförnu. Þá er gott að setja sér markmið um að hvað maður les, hversu mikið og hvernig.
Lesa meira

Uppskera nemenda á 100 ára afmæli fullveldis

Síðastliðna þrjá daga hafa staðið yfir þemadagar. Í dag uppskáru nemendur og fögnuðu með foreldrum og gestum en skólinn var opinn gestum og gangandi í tilefni dagsins þar sem 100 ára fullveldi Íslands er fagnað. Dagskráin hófst með söngsal þar sem ættjarðarlög með sögulega skírskotun voru sungin, þjóðsöngurinn sunginn og jólalög.
Lesa meira

Fullveldishátíð

Íslendingar fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands 1. desember næstkomandi. Hann ber upp á laugardag. Líkt og margir aðrir skólar landsins þá fagnar Borgarhólsskóli þessum áfanga. Dagurinn var því settur sem nemendadagur á skóladagatalinu fyrir yfirstandandi skólaár.
Lesa meira

Endurskin í myrkri?

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau, fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum eða á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau.
Lesa meira

Grautur að morgni

Nemendum og starfsfólki býðst nú að fá sér hafragraut í upphafi skóladags. Yngri nemendur skólans fá sér graut áður en skóli hefst klukkan korter yfir átta. Eldri nemendur ljúka einni kennslustund og fá sér svo graut í fyrri frímínútum korter yfir níu. Þessi viðbót í þjónustu við nemendur fer vel af stað og nemendum og starfsfólki líkar vel.
Lesa meira

Störfin í skólanum

Að kanna söguna og skoða störfin. Nemendur í öðrum og þriðja bekk unnu að samþættu verkefni byrjendalæsis og samfélagsgreina um skólasamfélagið á dögunum. Kennarar tengdu saman markmið í báðum þessum greinum eins og að nemendur kynnist sögu síns skóla, setji sig inn í málefni skólasamfélagsins, ræði um réttindi og skyldur sínar í skólasamfélaginu og þjálfist í ritun sendibréfa.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira

Ný heimasíða skólans

Skólinn hefur opnað nýja heimasíðu og næstu daga má búast við einhverjum truflunum á henni. Við vonum að hún verði aðgengilegri og nýtist betur. Unnið er á uppfærslu á efni og gögnum. Sömuleiðis að gera hana gagnvirkari í samskiptum heimilis og skóla.
Lesa meira