Fréttir

Samræmd könnunarpróf – meiri metnaður?

Nemendum 9. og 10. bekkjar var boðið á fund um samræmd könnunarpróf. Talsverð breyting hefur orðið á framkvæmd prófanna auk þess sem nemendum voru kynntar niðurstöður prófanna aftur til ársins 2000.
Lesa meira

Fyrsti bekkur á ferðinni

Í dag fóru nemendur 1. bekkjar í gönguferð í frostinu og heimsóttu bæði Skógarbrekku og Hvamm. Farið var með Ástu tónmenntakennara og sungið fyrir heimilisfólkið á báðum stöðum. Það gekk mjög vel og gaman að í þessum heimsóknum hittu nemendur ömmur og afa, langömmur og langafa og spjalluðu við þau. Nemendur hittu jafnvel foreldra sem vinna á þessum stöðum.
Lesa meira

Styrkur frá Eflu

Skólinn fékk fyrr á þessu skólaári veglegan styrk frá Landsvirkjun til að fjárfesta í tæknilegoi. Nemendum unglingastigs hefur boðist sú valgrein og vilji skólans er að sem flestir nemendur geti notið þessa. Lögð er áhersla á eðlis- og verkfræði þar sem unnið er með vélar, hleðslu, orku o.fl.
Lesa meira

Hvass vindur

Minnum á að vindkviður eru oft mjög öflugar við austurinngang skólans, því getur reynst nauðsynlegt að fylgja börnum alla leið að skólanum í verstu veðrum.
Lesa meira

Úr starfinu

List og sköpun er mikilvæg hverjum nemanda í hvaða formi sem er. Í myndmennt er lögð áhersla á sköpun og endurnýtingu með fjölbreyttum hætti. Þeir eru margir upprennandi listamennirnir í skólanum.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Nú árið er liðið og aldrei það kemur til baka. Árið 2017 er gengið í garð og skólaárið hálfnað. Kennsla hefst á morgun, miðvikudag á nýju ári.
Lesa meira

Gleðileg jól

Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira

Allskonar skólastarf fyrir jól

Fyrir hátíðirnar er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf en vinna áfram að markmiðum námskrár. Það er í mörg horn að líta og ýmislegt sem þarf að ljúka til að halda Litlu jólin sem eru á morgun þriðjudag.
Lesa meira

Klippt, límt & litað í áratugi

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Nemendur 10. bekkjar frumsýna Jóladagatalið

Nemendur 10. bekkjar frumsýna leikritið Jóladagatalið í Samkomuhúsinu í dag. Leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson og höfundar verksins eru Arnlín Óladóttir, Ásmundur Vermundsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir & Jón Jónsson.
Lesa meira