Fréttir

Baráttudagur gegn einelti

Þriðjudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var helgaður Jákvæðum aga og unnið með fjölbreytt verkefni gegn einelti á öllum stigum og í öllum greinum. Dagurinn er haldinn að frumkvæði verkefnisstjórnar um aðgerðir gegn einelti í íslensku samfélagi.
Lesa meira

Jól í skókassa

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Sigling um Skjálfanda

Það var einmuna veðurblíða í októbermánuði og viðrað vel til siglinga. Norðursigling bauð nemendum unglingastigs fyrir skömmu að fara í siglingu um Skjálfandaflóa og taka land í Flatey. Fyrirtækið hefur áður boðið nemendum í slíka siglingu og færum við því bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Vísindasamkeppni um himinngeiminn

Í tengslum við Landkönnuðahátíðina sem haldin var fyrir skemmstu var blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða. Sigurvegurum var boðið á hátíðarkvöldverð ásamt ýmsum landkönnuðum, geimförum og forseta Íslands.
Lesa meira

Unghugar á ferð

Félagar í Unghugum, sem er ungliðahópur innan Hugarafls, heimsóttu nemendur 9. og 10. bekkjar í vikunni. Heimsóknin er í tengslum við ráðstefnu Hugarafls sem haldin er á Húsavík þessa dagana.
Lesa meira

Unnið með Jákvæðan aga

Í haust hafa nemendur unnið myndræn verkefni í tengslum við uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Öllum skólum er skylt að tileinka sér og vinna eftir ákveðinni uppeldisstefnu. Í Borgarhólsskóla er Jákvæður agi.
Lesa meira

Kapphlaupið út í geim

Í næstu viku fer fram landkönnuðahátíð á Húsavík. Af því tilefni hefur Könnunarsögusafnið í samstarfi við ýmsa aðila blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi skólans um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða.
Lesa meira

Misjöfn morgunverkin

Þau eru misjöfn morgunverkin í skólanum enda að ýmsu að hyggja á stórum vinnustað. Þessir tveir heldri menn voru að dytta listaverki í skólanum.
Lesa meira

Læsissáttmáli - kynning fyrir foreldra og skólafólk

Vilt þú vita hvað þú getur gert til þess að stuðla að bættu læsi barnsins þíns?
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur kom í heimsókn fyrir skömmu. Hún átti samtal við nemendur unglingastigs. Nemendum var skipt eftir árgöngum. Sigga hefur ferðast um landið með fræðsluerindi til unglinga og foreldra. Hún hefur skrifað pistla, starfað í útvarpi, gefið út hvers konar efni og komið víða fram til að ræða um kynlíf.
Lesa meira