Að kanna hagi ungs fólks

Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar þreyta þessa dagana könnun um eigin hagi. En síðan árið 1992 hafa hagir ungs fólks verið rannsakaðir. Sérstaklega notkun vímuefna. Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Forvarnaraðferðir sem beitt hafði verið og miðuðu að því að kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu, virtust ekki virka sem skyldi.
Lesa meira

Starfamessa á Akureyri

Nemendur tíunda bekkjar tóku þátt í starfamessa sem fór fram á Akureyri í liðinni viku. Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal norðlenskra fyrirtækja, eftir nám með áherslu í verk-, tækni- og iðngreinum.
Lesa meira

Að blóta þorrann

Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en blótið var haldið í gærkveldi með pompi og prakt.
Lesa meira

Afgangs þorramatur í boði

Í dag var hvers konar matur í boði fyrir nemendur. Auk þess að bjóða upp á skyr og skyrsúpu og íslenska kjötsúpu þá bauðst nemendum að smakka afgangs þorramat sem var boðið upp á á þorrablótinu í gærkveldi.
Lesa meira

Heimsókn í Hvamm

Nýlega fóru nokkrir nemendur í sjötta og sjöunda bekk í heimsókn í Hvamm. Þar gætir ýmissa grasa og margt sem heimilisfólkið á Hvammi fæst við. Nemendur fengu leiðsögn um húsið og fengu að sjá og upplifa líf heimilisfólksins. Þar er heitur pottur, pool-borð og risa sjónvarpsskjár.
Lesa meira

Skólabúðir UMFÍ við Laugarvatn

Nemendur níunda bekkjar tóku daginn snemma síðastliðinn mánudag. Leiðin lá suður yfir heiðar í nýjar ungmennabúðir UMFÍ í íþróttamiðstöðinni við Laugarvatn. Búðirnar voru áður staðsettar að Laugum í Sælingsdal. Ferðin sóttist vel en hún er ansi löng; Húsavík – Laugarvatn.
Lesa meira

Súrar tennur - tannverndarvika

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar 2020 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Sérstök áhersla verður lögð á orkudrykki en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi.
Lesa meira

Kvef og flensa – þriðji hver nemandi veikur

Hugtakið flensa er almennt notað yfir hverskyns kvefpestir og kverkaskít og réttilega eru margar ólíkar veirusýkingar í gangi á sama tíma sem geta valdið svipuðum einkennum. Ein þessara veirusýkinga kallast inflúensa og er almennt talin sú skæðasta. Hún er bráðsmitandi en fólk verður einnig almennt meira lasið af henni en af öðrum veirusýkingum. Inflúensan er árleg og nær hámarki frá seinni hluta janúar og fram í mars, þó að hennar geti verið vart miklu lengur. Inflúensan orsakast af veiru sem berst manna á milli með úðasmiti (hósta, hnerra) eða með snertingu (hendur), smithætta er meiri innanhúss.
Lesa meira

Við viljum teygjur

Það er ýmislegt sem skólinn gerir til að nám og dvöl nemenda verði sem þægilegust í skólanum. Undanfarin ár er búið að skipta út gömlum borðum og stólum og því verkefni er ekki lokið. Búið er að fjárfesta í mörgum spjaldtölvum til að auka fjölbreytni.
Lesa meira

Kirkjan svarar nemendum

Á þemadögum í nóvember síðastliðnum fengust nemendur við jafnrétti í víðum skilningi. Yngstu nemendur skólans könnuðu aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum á Húsavík. Þeir fóru í vettvangsferðir, unnu minnisblað og gerðu nokkrar athugasemdir. Nemendur sendu stofnunum og fyrirtækjum bréf með athugasemdum sínum.
Lesa meira